May 22, 2007

Æfingatímar í sumar!

Æfingatímar í sumar verða kl. 10:45 til 12:00 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Æft verður á æfingasvæði Hauka við Ásvelli annaðhvort á gervigrasinu eða á einhverju nærliggjandi grasi. Við munum svo hittast fyrir æfingarnar við vallarhúsið. Endilega takið með vinkonur á æfingarnar :-)

Fyrir þær stelpur sem ætla að vera í Íþróttaskóla Hauka þá byrjar hann kl. 9.00 og svo er nesti kl. 10.15 til 10.45 og eftir það koma stelpurnar beint á æfingu til mín. Ef þær eru í mat fara þær beint eftir æfinguna í matinn.

Sjáumst og verum klæddar eftir veðri.

Hildur þjálfari.

No comments: