Haukastelpurnar gerðu það gott á Landsbankamótinu. Bæði A og B liðin unnu sinn riðil og C liðið gerði eitt jafntefli en þær stóðu sig frábærlega þar sem þær spiluðu alla sína leiki á móti B liðum. Þarna sáust ótrúlega flottir taktar. Mikið af fallegum Hauka mörkum og skemmtilegt að sjá framfarir hjá stelpunum, bæði hjá þeim sem eru nýbyrjaðar og líka þeim sem hafa æft í nokkurn tíma en þær sýndu virkilega flottan fótbolta.
Ég vil biðja þá foreldra sem eiga myndir frá mótinu að senda mér, svo ég geti sett myndir hér á síðuna.
June 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment