Farið verður af stað á fimmtudeginum 9. ágúst á einkabílum. Hópurinn (þ.e.a.s. keppendur og liðstjórar, þjálfari og foreldrar barna sem treysta sér ekki til að sofa án foreldra sinna :-) gista í einni eða tveimur kennslustofum í barnaskólanum líkt og í fyrra.
Kostnaðurinn verður á bilinu 8000.- til 10.000.- fyrir hvern keppenda en ef ég útskýri það verð nánar þá er það 8000.- þátttökugjald 1000.- staðfestingargjald sem dregst ekki frá upphaflegu verði, 2000.- til 3000.- aukanesti, glaðningur og leiga á sameiginlegu tjaldi fyrir allt Haukafólkið sem er algjör nauðsyn ef það skyldi rigna mikið. Það var búið að safna einhverjum pening fyrir hópinn í heild sinni án þess að ég viti upphæðina en vonandi er það allavegana 1000.- á hvern keppanda. Innifalið í þessum 8000.- er morgunmatur, samlokur og ávaxtadrykkur á keppnistað, kvöldmatur, gisting, aðgangur að sundlauginni, kvöldskemmtun og þátttökugjald á mótið sjálft. Ég vil fá sem fyrst 2000.- staðfestingargjald frá ykkur sem fyrst, ég hef þegar lagt út 30.000.- staðfestingargjaldi fyrir allan hópinn. Leggið inná reikning Geirþrúðar sjá frétt hér að neðan.
Keppt verður á föstudeginum frá kl. 10.00 og mótinu lýkur um kl. 14.00 á sunnudeginum. Á laugardagskvöldinu voru allavegana í fyrra leiktæki á staðnum sem þátttakendur Pæjumótsins fengu frítt í og um kvöldið voru hljómsveitir og skemmtiatriði á sviði staðsett í miðbænum. Keppnisstaðurinn sjálfur er rétt fyrir utan bæinn, en stelpurnar ásamt þjálfurum og liðstjórum fara með rútum á milli gististaðarins og keppnistaðarins.
Hlutverk liðstjóra er að gista með hópnum í kennslutstofunni, fylgja hópnum í mat og í rútuna, hjálpa til við að sækja nestið sem er á keppnisstað og halda hópnum saman á keppnistað (þó svo að það sé auðvitað ætlast til að foreldrar fylgist með hvenær næsti leikur er og séu ávallt tilbúnir með stúlkuna sína á réttum tíma á réttum stað). Ef öll 3 liðin eru að keppa á sama tíma þá er einn liðstjóri valin til þess að sjá um inná skiptingar, hugga, reima og allt sem því fylgir. :-)
Aðrir fjölskyldumeðlimir gista þar sem þeim finnst best að gista en tilvalið er að ákveða stað á öðru tjaldsvæðinu (það eru tvö tjaldsvæði á Siglufirði) þar sem Haukafólkið getur haldið hópinn þétt og undirbúið stemminguna fyrir leikina :-) og verið jafnframt í góðum Hauka félagsskap. Þetta verður allt rætt á foreldrafundi sem haldinn verður uppá Ásvöllum strax þegar ég kem ehim úr fríi, dagsetning ákveðin síðar. Á foreldrafundinum verður rætt eitt og annað sem ekki kemur hér fram og endilega sendi mér fyrirspurn með tölvupósti ef það er eitthvað sem ég get svarað eða athugað fyrir foreldrafundinn.
Stúlkurnar keppa í keppnistreyju Hauka sem er langermabolur, en foreldrar sjá um annan útbúnað. Flestar eru búnar að festa kaup á utanyfirgalla sem fæst í Fjölsport í Hafnarfirði en það er rauð hummel peysa og svartar buxur ásamt rauðum sokkum. Ef einhver er að spá í fótboltaskóm þá mæli ég frekar með takkaskónum en gervigrasskónum.
Þegar nær dregur set ég eða einhver úr foreldrahópnum inn lista það sem nauðsynlegt er að taka með sér þannig að allir verða vel settir í ferðalaginu okkar skemmtilega.
Endilega smellið á krækju inn á heimasíðu Pæjumótsins hér til hægri til að forvitnast aðeins meira um mótið.
July 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment