July 11, 2007

Pæjumótið á Siglufirði!

Næsti stóri viðburður hjá flokknum er Pæjumótið á Siglufirði sem byrjar föstudaginn 10. ágúst kl. 11:00 og lýkur kl. 14:00 sunnudaginn 12. ágúst. Ég tel líklegt að foreldrar fari af stað á fimmtudeginum. Ég er byrjuð að dreifa skráningarmiðum til stelpnanna sem ég vona að ég fái útfyllta, með 2000 kr. staðfestingargjaldinu, sem fyrst. Mótsgjaldið er 8.000 krónur á keppanda. Líklegast mun leggjast á þetta gjald 1000-2000.- krónur sem felst í kvöldhressingu, auka nesti og jafnvel smá glaðningur í poka fyrir laugardagskvöldið.

Nánari upplýsingar og endanlegt gjald fyrir mótið mun liggja bráðlega fyrir.

No comments: