August 09, 2007

Engin æfing mánudaginn 13.ágúst!

Ég ætla að gefa frí á æfingunni á mánudaginn þar sem allir verða sennilega örmagna eftir langa fótboltahelgi. Næsta æfing er á þriðjudeginum kl 10.45-12.00 og svo á fimmtudeginum.

Dagana 20.ágúst - 30.ágúst mun ég hafa æfingar einhvern tímann á bilinu kl. 16.00-18.00 á Ásvöllum (úti). Tilkynnt síðar hér á heimasíðunni. Mánudaginn 3.september verður svo gefin út æfingatöflur fyrir alla flokka og hefjast æfingar jafnframt í þeirri viku.

1 comment:

Anonymous said...

Vildi bara þakka Hildi Alberti og Herberti fyrir frábæra ferð. Örugglega ekki létt að vera með 30 6-8 ára stelpur á svona stóru móti, en þið stóðuð ykkur svakalega vel. Einnig allir hinir sem komu að þessu börn og foreldrar þeirra :)

Rósa (Kötlu mamma)