August 08, 2007

Smá breyting. Mæting kl 21.30!

Þar sem leikirnir byrja ekki fyrr en 11.00 á föstudeginum þá hef ég ákveðið að hafa mætinguna upp úr kl.21.30 á fimmtudeginum en ég var að fá bréf sem mér líst satt að segja ekkert voðalega vel á, en það hljómar svona.

Varðandi gistingu 7.flokk kvenna Haukum.
Þið eruð á efstu hæðinni í KEA húsinu, sem er með gluggum beint yfir
torgið. Mér skilst að þetta sé fín gistiaðstaða en ef svo reynist ekki þá
mun ég aðstoða ykkur. Það þarf samt hugsanlega að gera það með því að
splitta hópnum upp.

Ég svaraði þessu núna áðan um hæl og læt ykkur vita hvað kemur út úr þessu. Svar mitt við bréfi hans:

Sæll, ég krefst þess að hópurinn minn verði saman á Siglufirði, það er ekkert vit í öðru og ef þetta er gisting sem er kannski ekki nægilega góð þá vil ég bara biðja þig strax um að finna aðra gistingu fyrir okkur sem einn hópur. Það hljóta að vera önnur lítil lið sem geta frekar reynt á það að vera þarna og ef þeim líkar ekki við gistinguna þá er auðveldara að koma þeim fyrir annarsstaðar, ekki satt?? Bestu kveðjur, Hildur.

Endilega skrifið í athugasemdum hvað ykkur finnst.

3 comments:

Guðbjörg said...

Hæ Hildur, ég er hjartanlega sammála, það er hreinasta vitleysa að splitta hópnum svona upp. Það eru alveg örugglega önnur lið sem eru fámennari. Ef þeir þarna eru efins með gistinguna þá eiga þeir ekki að bjóða upp á hana.
Kveðja Guðbjörg.

Anonymous said...

alveg sammála, þetta er samhelt lið sem á að fá að vera saman annað er fáránlegt.

kveðja Rósa

Anonymous said...

Ekki spurning - þetta snýst að miklu leyti um það að vera saman sem hópur og hitt væri alls ekki eins gaman og auk þess mun meira vesen.
kveðja Helga mamma Rakelar Óskar.