Mér þykir það mjög leitt að tilkynna ykkur það ég hætti með 7.flokk kvenna, ástæðan er sú að ég fór fram á það að við yrðum ekki með æfingar um helgar en ekki var hægt að koma því fyrir. 7.flokkur kvenna Haukum fékk eftirtalda æfingatíma; fimmtudaga Ásvellir inni kl. 17-18 (sameiginleg æfing þar sem samstarf hefur verið sett á milli deildanna þriggja Karfan-Fótboltinn-Handboltinn) og Víðistaðaskóli inni á sunnudögum kl. 11.00 (bara fótboltaæfing).
Jæja allavegana á ég eftir að sakna stelpnanna en þær hafa gefið mér meira en ykkur grunar. Þið eigið frábærar stelpur og hafa margir þjálfarar öfundað mig hve vel þær mæta og eru áhugasamar, samheldnar og síðast en ekki síst hve hressar og líflegar þær eru á æfingum :)
Ég vil þakka foreldrum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf og vonandi haldið þið áfram að hvetja stelpuna ykkar til þess að stunda einhverja íþrótt.
Sjáumst á morgun á Uppskeruhátíðinni, sjá auglýsingu hér að neðan.
Áfram Haukar!!
Bestu kveðjur, ykkar Hildur.
ps: Ósk í foreldrastjórninni bað mig um að biðja ykkur um að senda sér tölvupóst, hún þarf að ná í ykkur sem fyrst. oskhjukka(hja)internet.is
September 01, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Þetta eru ekki góðar fréttir. Þín verður sárt saknað. Óskum þér alls hins besta. Elva og fjölskylda.
Hæ Hildur. En leiðinlegt að heyra þetta. Við Rakel Ósk hefðum svo gjarnan viljað hafa þig áfram. Veit ekki hvernig okkur líst á þetta nýja skipulag og finnst þetta eiginlega bara dáldið einkennilegt - hún er nú í fótbolta fyrst og fremst. En þökkum kærlega fyrir samstarfið (ps. er ekki möguleiki að foreldrar geti með þrýstingi haft áhrif á þetta?).
Mjög leiðinlegt að heyra. Okkur hjónunum þótti mikið til koma hvernig þú náðir að halda utan um allan þennan stelpnaskara og klárlega vaktir þú áhuga hjá dóttur okkar. Við viljum þakka þér fyrir sumarið og óska þér alls hins besta með það sem þú tekur þér fyrir hendur.
Kveðja Yrsa Rós, Margrét Yrsa og Þórir
P.s. eigum ekki von á að koma á morgun en á eftir að láta þig hafa myndir...
Okkur þykir mjög leiðinlegt að þurfa að kveðja þig, þó svo að Svava Ósk hafi verið stutt hjá þér fengum við alltaf mjög góðar umsagnir um þig frá Svövu.
Og okkur finnst þetta frekar einkennilegt skipulag.
Við tökum undir það sem aðrir hafa skrifað hér hvort foreldra geti ekki haft einhver áhrif á þetta.
Hún valdi fótbolta í Haukahverfinu.
Kv Kristín og Danni.
Þetta eru ömurlegar fréttir, þú hefur gert svo mikið fyrir 7. flokkinn, byggt upp frábært lið og Katla hreinlega elskar þig.
Ef við foreldrarnir getum gert eitthvað þá erum við til.
Kveðja Rósa og Garðar.
Sæl Hildur. Agalegt að heyra að við missum svona frábæran þjálfara, en við skiljum vel.Okkur finnst sunnudags æfingar heldur ekki góðar, vonandi geta forldrar beitt sér fyrir breitingum? Kær kveðja Katrín og fjölskylda.
Kæra Hildur.
Við þökkum fyrir skemmtilegar samverustundir og óskum þér alls hins besta. Það lítur út fyrir að Kristín Helga verði ekki með þ.e. æfingar á sunnudögum kl. 11 henta prestsdætrunum afar illa. Þá er nefnilega sunnudagaskóli sem er vettvangur sem er okkur mikilvægur. Kristín fengi sem sagt ekki fótboltaæfingu, aðeins blandaða og það er ekki það sem við sækjumst eftir. Við viljum vera fótboltastelpur!
Gangi þér allt í haginn. Kveðja, Kristín Helga, Agnes Inga og fjölskylda.
Kæra Hildur. Eva hefur lengi æft hjá þér og á hún mikið eftir að sakna þín í vetur. Ég skil þig samt mjög vel og finnst bara flott af þér að mótmæla með þessum hætti.
VIð styðjum þig 100 %.
Kveðja Eva ÓSk og fjölskylda
Þetta eru ekki góðar fréttir. Ég vil meina að aðal ástæðan fyrir því að stelpurnar mæti vel og eru margar sé vegna þess að þú ert góður þjálfari. Er engin von um að þessu verði breytt?
kv, Kristín móðir Hjördísar
Post a Comment