January 23, 2009

Opinn foreldrafundur á fjölskylduhátíð um helgina!

Laugardaginn 24. janúar fer fram fjölskylduhátíð á Ásvöllum. Hátíðin hefst með opnum foreldrafundi kl. 15:00 og eru allir foreldrar hvattir til að mæta og taka börnin með. Haukur Haraldsson, sálfræðingur, og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, halda erindi og fjalla m.a. um:

- Hvernig byggjum við upp jákvætt umhverfi fyrir börn og unglinga í íþróttum?- Hvernig beislum við reiðina til góðra verka í íþróttum?- Mikilvægi góðra fyrirmynda - Þátttöku foreldra í starfi félagsins.

Kl. 16:00 mætast Haukar og FH í hörkuleik í N1 deild kvenna og í kjölfarið fer fram toppslagur í 1. deild karla þegar Haukar U taka á móti Selfossi. Mætum öll á Ásvelli á laugardaginn!

Barnagæsla verður að sjálfsögðu í boði á meðan leikur Hauka og FH stendur yfir á fjölskylduhátíðinni eins og ætíð um helgar.

HAUKAR – fyrir fjölskylduna í Firðinum

No comments: