Já það verður öskudagsstemming á æfingunni okkar á miðvikudaginn 25.febrúar. Allar stelpur sem eru í flokknum mega koma í búning eða í náttfötum. Við munum fara í skrýtna leiki og leyfa stelpunum að leika sér frjálst með allt dótið sem til er á Ásvöllum. Við getum farið í limbó og margt fleira sem okkur dettur í hug. Á fimmtudeginum 26.febrúar er svo vetrarfrí og mun verða alla helgina, næsta æfing er því á miðvikudeginum 4.mars.Sjáumst hressar og kátar með góða skapið.
Hildur, Ragga og Kolbrún.
February 24, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment