May 09, 2009

Mæting inn í Þróttaraheimili!

Öll liðin A, B og C eiga að mæta inn í Þróttarheimili í Laugardalnum á morgun á KFC mótið, þar tökum við á móti ykkur annaðhvort Ragga eða ég (Hildur) þar fáum við búningsklefa og hver stúlka fær búning sem hún skilar aftur eftir mótið í sömu tösku í búningsklefann. Þróttaraheimilið er sem sagt húsið sem er til vinstri þegar maður keyrir að Laugardalshöllinni (fjær skautahöllinni). Ef einhver er í vandræðum með að finna þetta þá er hægt að hringja annaðhvort í mig Hildi 6932989 eða Röggu 6914070. 

Endilega verið tilbúin með 1000.- en eitt foreldri fyrir hvert lið mun taka á móti greiðslum fyrir mína hönd.

Sjáumst á morgun og verum klædd eftir veðri og með smá nesti, Hildur og Ragga.

No comments: