KFC mótið gekk rosalega vel, tímasetningar stóðust nánast alveg og skipulagning til fyrirmyndar. Veðrið var gott þó svo að A-liðið okkar hafi lent í talsverðri rigningu. Allar 28 stelpurnar stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega C-liðið þar sem flestar þar voru að keppa í fyrsta skiptið. Við skoruðum í flest öllum leikjunum, unnum og töpuðum eins og gengur og nokkur jafntefli. En eitt er víst, að allar stelpurnar lærðu alveg helling í dag og lofar gengi liðsins góðu fótboltasumri hjá 7.flokki kvenna hjá Haukum, við segjum því bara takk fyrir góða samveruna í dag.
Hildur og Ragga.
1 comment:
Takk fyrir frábæran dag. Já, skipulagningin var til fyrirmyndar, bæði hjá mótshöldurum og ykkur þjálfurunum. Þetta eru flottar stelpur!
Áfram Haukar!
Kv.
Inga Rós, mamma Hrafnhildar Maríu
Post a Comment