June 16, 2009

17.júní skrúðganga!

Á morgun Þjóðhátíðardaginn munum við ásamt 6.flokki kvenna bera stóra Haukafánann, mætum sem flestar vel greiddar og hátíðlegar. Við munum hittast við innganginn á Hellisgerði þar sem litla sviðið er og litla kaffistofan. Þar verða þjálfarar sem afhenda Haukatreyju. Fyrir þær sem vilja vera í sínum eigin Hauka fötum þá er það að sjálfsögðu í lagi. Við munum syngja nokkur vel valin Haukalög og að sjálfsögðu eru aðrir fjölskyldumeðlimir velkomnir með. Þegar skrúðgöngunni lýkur munu þjálfarar taka á móti Haukatreyjunni við hliðiná stóra sviðinu á Víðistaðatúninu.

Sjáumst allar í Hellisgerði kl.13:30 en skrúðgangan fer af stað u.þ.b. 15 mínútum seinna!

Hildur og Ragga.


No comments: