Staðsetning æfingaleiksins!
Bréf frá Valgerði þjálfara Þróttara úr Reykjavíkinni: Vildi láta vita með staðsetningu á æfingaleiknum á föstudaginn. Tíminn er í íþróttahúsi MS/Vogaskóla við Skeiðarvog. Keyrt er inn á bílastæði af Skeiðarvoginum og inngangurinn er niður á við, þ.e. þú gengur niður tröppur áður en þú ferð inn um hurðina.
Það er ekki mikil aðstaða fyrir áhorfendur, en foreldrar geta að sjálfsögðu komið og horft á en þau myndu standa upp við veggina bara, við höfum prófað þetta áður og það gekk ágætlega.
Kær kveðja, Hildur.
1 comment:
Sæl Hildur
Þú ert ekkert búin að láta vita hvorn daginn stelpurnar eiga að mæta.... og er ekki leikurinn á morgun?? Væri nú voða gott að fá að vita.
Kv. Unnur Jóna
Post a Comment