April 07, 2010

Æfingin laugardaginn 10.apríl fellur niður!

Æfingin fellur niður laugardaginn 10.apríl í Bjarkarhúsinu en við tökum æfingaleik við Breiðablik í staðinn á sunnudeginum 11.apríl. Fjölmargar stelpur hafa þegar skráð sig í leikinn en ég vil biðja þá sem eftir eru að skrá sig að gera það fyrir kl.21.00 fimmtudaginn 8.apríl hér á síðunni eða með sms. Við spilum á gervigrasi en þetta er innanhúss, ég mæti með keppnistreyjurnar en þið mætið með vatnsbrúsa og helst fótboltalegghlífar.

Æfingaleikir við Breiðablik í Fífunni.Stúlkur fæddar 2003 koma í Fífuna og spila frá kl 10 til 11. Fínt að mæta 9:50. Stúlkur fæddar 2002 koma í Fífuna og spila frá kl 11 til 12. Fínt að mæta 10:50.

Ekki er hægt að ná í mig laugardaginn 10.apríl (er að halda fermingarveislu).

Bestu kveðjur, Hildur.

6 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ Indiana mætir um helgina.

Kv Enika

Unknown said...

Rakel Harpa mætir á sunnudaginn.

kv. Hlynur

Anonymous said...

hæhæ
Nadía kemur á sunnudaginn

Kv Marta

Anonymous said...

Hæ hæ
Aníta Ósk mætir á sunnudaginn.

kveðja
Steinunn

Anonymous said...

Sæl - Margrét Lovísa mætir á sunnudaginn,
kv, Rósa

Anonymous said...

Sunneva mætir
kv. Didda