May 09, 2010

Íþróttaskóli Hauka 2010

Íþróttaskóli Hauka verður starfræktur sumarið 2010 fyrir börn fædd 1998-2008 með svipuðu sniði og áður. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og er óhætt að segja að börn og foreldrar hafi tekið þessu framtaki Hauka mjög vel, en um og yfir 500 börn hafa tekið þátt í starfi skólans á hverju sumri frá 2007.

Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi. Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu af þjálfun yngri barna.

Boðið er upp á gæslu frá 08:00-09:00 á morgnanna, einnig er boðið upp á heitan hádegismat fyrir þá sem eru á námskeiði allan daginn. Þetta sumarið er gæslan innifalin í verði.

Skólinn er opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.

Frekari upplýsingar er að fá á heimasíðu Hauka! www.haukar.is

No comments: