May 02, 2010

Takk fyrir skemmtilegan dag á KFC mótinu!

Ég vil þakka öllum stelpunum og öllum fyrir góða samveru í dag á mótinu. Stelpurnar stóðu sig allar mjög vel og fengu allar að spila rosalega mikið. 1 klst og 20 mín er náttúrlega kannski aðeins of mikið en ekki kvörtuðu þær nú samt mikið og eiga þær skilið mikið hrós eftir daginn. Mótstjórn mótsins fær fullt hús stiga að mínu mati, vel að öllu staðið og nú er bara spurning hvenær við ætlum að halda mót og fá inn smá tekjur :-)

Hægt er að skoða myndir frá mótinu á þessari síðu


Takk aftur fyrir frábæran dag og einhver gleymdi Hello Kitty brúsanum sínum inn í klefanum okkar.

Minni einnig á Faxaflóamótið á næsta sunnudag, skrá sig sem fyrst, ekki seinna en fyrir föstudag kl.20.00

Kær kveðja, Hildur.

3 comments:

Anonymous said...

Hvernig sér maður þessar myndir
kv. Bryndís Eva

Anonymous said...

Hæ hæ takk sömuleiðis skemmtum okkur rosalega vel :) Sólborg Birta á brúsann :)
kveðja Binna

Anonymous said...

Takk sömuleiðis fyrir daginn - þetta var rosa gaman :) Er líka sammála því að þetta gekk allt mjög smurt fyrir sig og undirbúningurinn því greinilega til fyrirmyndar ;)
Kv Jórunn