Atriðin sem komu fram:
Farið var yfir dagskránna, sjá www.tindastoll.is
Foreldrar samstíga í að hafa hollt og gott nesti á milli leikja.
Gott að vera með stígvél með handa sinni stelpu ef það mun rigna (til að vera með á milli leikja)
Staðfestingargjaldið er 1000.- tekið af fjáröflunarreikningnum, restin borgist á staðnum, allur peningur sem til er verður tekinn með á Krókinn hjá þeim stelpum sem eiga pening en þó ekki meira en sem um nemur þátttökugjaldinu.
Við munum reyna að tjalda saman. Annaðhvort á efra eða neðra tjaldstæðinu.
Foreldrar Sólborgar taka Haukafánann. Sækja hann uppá Ásvelli.
Foreldrar Anítu Óskar og fleiri foreldrar ætla að taka frá tjaldstæði fyrir okkur.
Við munum tjalda með öðrum Haukaforeldrum en 5.fl.kv. 6.fl.kv og 7.fl.kv mun fara.
Stelpurnar úr 7.flokknum eru 18 talsins. Helmingur á yngra ári og helmingur á eldra ári.
Foreldrar stefna að því að borða saman við langborð á laugardagskvöldinu.
Foreldrar eru að koma á ýmsum tímum á föstudagskvöldinu, morgunmaturinn er kl.8 á laug og leikir byrja upp úr 9 þeir fyrstu (við ekki búnar að fá leikjaplanið).
Ef einhver man eftir fleiru sem við töluðum um endilega bætið því við í athugasemdum.
Bestu kveðjur, Hildur.
5 comments:
Langar að bæta við að ákveðið var að ekki muni rigna á meðan á mótinu stendur ;) hlökkum til að sjá ykkur!
kveðja Binna, mamma Sólborgu
Alveg rétt........ og það lítur út fyrir að ganga upp.
Smá hugmynd: hvernig væri að við skjótum saman í púkk og kaupum ávexti, svala og eitthvað hollt sem væri sameiginlegt fyrir allar skvísurnar á milli leikja? Sá það gert á skaganum um helgina. Þá þarf hver og einn ekki að koma með og allir fá eins.
hvernig líst ykkur á það?
kveðja Binna, mamma Sólborgu.
Mér líst vel á það! =) Þótt ég verði ekki á staðnum, þá er það sniðug hugmynd! Láta mig bara vita hvað ég þarf þá að borga =)
gleymdi að láta þig vita að Unnur kemur eitthvað gloppótt á æfingar núna næstu 2 vikurnar;)
kv,
Inga
Post a Comment