June 03, 2010

Nýr æfingatími í næstu viku!

Æfingarnar í sumar eru á þessum tíma á Ásvöllum á grasinu:

mánudögum: 11-12
þriðjudagum: 11-12
fimmtudagum: 11-12

Ég verð í Skotlandi með kennurum úr skólanum í næstu viku og verða því í mesta lagi tvær æfingar í næstu viku þ.e.a.s. þri og fim. En ég hef ekki ennþá fengið staðfestingu á því að það verði þjálfað fyrir mig. Fylgist því vel með hérna á síðunni.

Síðustu ár hefur verið sumarfrí hjá okkur á æfingum á tímabilinu 19.-30.júlí, og höldum við okkur við þann tíma.

Einnig vil ég fá staðfestingar á þátttöku ykkar á Króksmótið sem verður haldið helgina 25.-27. júní.

Kær kveðja, Hildur.

16 comments:

Anonymous said...

sólborg birta mætir á sauðárkrók
kv.steini

Anonymous said...

Indiana mætir
Kv Enika

Anonymous said...

Ert þú þá bara að fella þetta inn í fótboltanámskeiðið?

Kv Enika

Anonymous said...

Mig langar svona til að forvitnast um það hvort það sé búið að birta einhversstaðar lista yfir þau mót (og dagsetningar) sem stefnt er á að taka þátt í í sumar?

Það væri frábært að sjá þannig lista til að hafa til hliðsjónar við skipulagningu á sumrinu - þ.e.a.s. ef slíkur listi er yfirhöfuð til :)

Kv, Jórunn

Anonymous said...

Þórdís Aníta er skráð í fótboltaskóla í júní, eru æfingarnar rétt hjá, sem hún getur þá hoppað yfir í?

kv Áslaug

Anonymous said...

Ágústa og Arndís mæta á Krókinn !!!

Anonymous said...

Við ætlum að koma á króksmótið með Anítu Ósk.

kveðja
Steinunn

Hildur. said...

Listinn yfir fótboltamótin eru undir eldri fréttir, en ég get sett þá frétt aftur inn þegar þessi vika er búin. Vil að allir sjái nýja æfingatímana. Annars er það

Landsbankamótið á Sauðárkróki 25.-27.júní kostnaður??
Símamótið u.þ.b. 15-18.júlí Kópavogur. Kostnaður 5500.-
Vogarnir, skemmti- og æfingaferð 13.-14.ágúst (gist eina nótt í Vogunum). Föstudagur-laugard. Kostn.u.þ.b. 2500.-

Unnur Jóna said...

Hvernig er þetta þá með þá sem eru á íþrótta og leikjanámskeiðinu hjá Haukum? Núna er Bryndís Una frá 9-16 í því... skreppur hún þá bara frá til að mæta á æfingu??

Anonymous said...

María mætir á Krókinn :)

Anonymous said...

Embla Líf mætir á króksmótið

Kristján Ómar said...

Í sambandi við fótboltaæfingarnar og leikjanámskeiðin og fótboltanámskeiðin þá á að fylgja þessum krökkum á æfingarnar, allavegana á fótboltanámskeiðinu, ég myndi spyrja í sambandi við leikjanámskeiðin. Kveðja, Hildur.

Anonymous said...

Helena mætir á króksmótið :-)

Anonymous said...

Jóhanna verður á króknum, enda einn fallegasti staður á Íslandi.

Anonymous said...

Bryndís Eva mætir á Krókinn. Verður ekki tekið af sjóðnum fyrir þessu móti. Sjáumst svo hress á mánudaginn

Kv. Birkir

Anonymous said...

Natalía og Aníta eru á leikjanámskeiði í Hvaleyrarskóla frá 9-16 og ég hef ekki tök á því að fara með þær á æfingar á þessum tíma :/
Kv. Margrét