June 23, 2010

Það sem þarf að taka með sér á Krókinn: Fótboltaföt - stuttbuxur, keppnistreyja, sokkar, legghlífar, utanyfirgalli, takkaskór, brúsi og brosið. Handklæði, sundföt, teygjur, hárband og keppnisskapið. Auka föt - hlý föt, regnföt, pokar í skó, jafnvel stigvél og leikgleði.
*NESTI* á milli leikja (djús, brauð, ávextir).

Man ekki eftir fleiru, þær sem eiga markmannshanska, endilega koma með þá. Ég mæti með búninga fyrir þær sem eiga ekki búning. Það væri gott að fá fjöldan á þeim sem vantar búning. Endilega setjið það inn sem athugasemd hér á blogginu.

Kveðja, Hildur.

6 comments:

Anonymous said...

vantar búning

Anonymous said...

Fínar upplýsingar um mótið eru að finna hér:
http://www.tindastoll.is/index.php?pid=1456

ÞAr stendur m.a. Þátttökugjald
Þátttökugjald felur í sér 5000 kr., stafestingargjald á hvert lið sem skráð er (sjá frekar hér neðar á síðunni). Svo bætast við kr. 7.500.- á hvern keppanda, frítt verður fyrir einn þjálfara með hverju liði.

Innifalið í þátttökugjaldi er:

Skólastofugisting fyrir alla þátttakendur, fararstjóra og þjálfara.
Morgunverður, grill og kvöldverður á laugardegi
Morgun- og hádegisverður á sunnudegi
Einu sinni frítt í sund fyrir keppendur, fararstjóra og þjálfara á laugardeginum
Allir keppendur fá gjöf frá Landsbankanum
Verðlaunapeningur fyrir hvern keppanda
Þrjú efstu liðin í hverjum flokki fá glæsilega verðlaunagripi

Spurning dagsins er því: Eru stelpurnr að fara gista saman í skólastofu ?

Kv,
Jonni (Jóhanna)

Hildur þjálfari said...

Nei þær gista hjá sínum foreldrum en kostnaðurinn er sá sami hvort sem við gistum í skólastofu eða ekki. En það er spurning hvort þær þurfi nokkuð að borga fyrir gistingu á tjaldsvæðinu. Sendi póst á mótstjórn núna og athuga málið. Læt ykkur vita sem fyrst. Hverjum vantar búning, er er með 3 litla og 3 stærri og 3 markmannsbúninga þannig að það ætti að duga eitthvað.

Unnur Jóna (mamma bryndísar unu) said...

Hvenær fáum við að vita í hvoru liðinu stelpurnar eru? Semst hvort þær eru í Haukar A eða Haukar B??

Anonymous said...

Indiönu vantar búning.
Kv Enika

Anonymous said...

Jóhönnu vantar búning.