August 12, 2010

Vogaferðin - upplýsingar!

Brottför kl.16.00 Ásvellir, förum á einkabílum, fyllum í bílana, búast má við að margir foreldrar koma til með að skutla.

Kostnaður: 2500.- Má koma með nammi fyrir 200.- krónur. Annað sem á að koma með sér, eru fótboltaæfingaföt, sundföt, handklæði, innanhúsíþróttaföt (ekki nauðsynlegt að koma með innanhússkó), náttföt, tannbursta, tannkrem, dýnu, lak, kodda, sæng eða svefnpoka, (helst ekki vindsæng, marrar svakalega í þeim og þegar 20 eða fleiri þannig koma saman í einu rými getur orðið erfitt að sofna fyrir suma). Það má koma með smá dót, endilega mæta með t.d. bangsa eða eitthvert mjúkdýr.

Þeir foreldrar sem vilja koma með eru hjartanlega velkomnir með, því fleiri því skemmtilegra, ég ætla að dreifa verkefnum á foreldra þannig að það verður nóg að gera fyrir alla :)

Borga bara á staðnum, kveðja, Hildur.

6 comments:

Anonymous said...

Hæhæ!
Dagbjört Freyja kemur ekki í dag en má ekki nota peningana sem þær söfnuðu sér í vor upp í ferðina?
Sjáumst á morgun kv Helma

Hildur þjálfari. said...

Jú Dagbjört Freyja á pening og má nota hann, hinar þurfa að koma með 2500.- og svo borga þær bara mismuninn, er ekki með þetta eins og stendur, verð vonandi með þetta á morgun, dagarnir hafa farið á annan veg en þeir áttu að fara. En allt í góðu :)

Hildur þjálfari. said...

Þeir foreldrar sem vilja koma með eru hjartanlega velkomnir með, því fleiri því skemmtilegra, ég ætla að dreifa verkefnum á foreldra þannig að það verður nóg að gera fyrir alla :)

Anonymous said...

Við hvern talar maður til að vita stöðuna á fjáröflunarreikningnum??

Kv. Unnur Jóna (mamma Bryndísar Unu)

Hildur þjálfari said...

ég set það inn stöðuna eftir smá, kveðja, Hildur.

Hildur þjálfari said...

Staðan er sú að
Rakel Sara á 7050.-
Dagbjört Freyja 2500.-
Bryndís Una 1195.-
Allý 1195.-
Margrét Lovísa 2100.-
Kveðja, Hildur.