October 26, 2010
tölvu vesen þjálfara
Eins og þið sjáið er lítið búið að pósta á síðunni síðasta mánuðinn :( ástæðan er sú að talvan hjá mér er búinn að vera í eitthverju rugli! Þetta er vonandi til batnaðar . Erum líka að taka í notkunn nýja heimasíðu (7kvkhaukar.bloggcentral.is) endilega kíkið á hana og segið hvað ykkur finnst um breytinguna.Annars er allt gott að frétta stelpurnar standa sig vel á æfingum, ætlum að taka æfingarleik fljótlega við val eða breiðarblik.Ég var að klára ksí 2 námskeiðið um síðustu helgi og er að fara á námskeið 3 um næstu helgi .Endilega verið dugleg að hafa samband ef það er eitthvað sem ykkur finnst betur mega fara. Ég og foreldraráð munum hittast fljótlega og búa til vetrardaskrá sem ég mun síðan senda á ykkur.
kveðja steini
s.6992143
kveðja steini
s.6992143
October 12, 2010
Íbúagáttin
Minni á að þann 1. október opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.
Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.
Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.
Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.
October 07, 2010
Týndir skór
Var beðinn um að auglýsa eftir skóm sem voru teknir í misgripum á fjölgreinaæfingunni í dag, fimmtudag.
Um er að ræða rauða köflótta skó en samskonar skór, aðeins eldri, voru skildir eftir í staðin.
Endilega látið vita ef þeir leynast heima hjá ykkur í síma 821-2555, Margrét.
Um er að ræða rauða köflótta skó en samskonar skór, aðeins eldri, voru skildir eftir í staðin.
Endilega látið vita ef þeir leynast heima hjá ykkur í síma 821-2555, Margrét.
næringarfræðifyrirlestrar
ATH! Það verður ekki fyrirlestur þriðjudagin 12. október!!
Vegna landsleiks Íslands og Portúgal næsta þriðjudag tók ég fyrir meira efni á fyrirlestrinum 5 okt, sleppi fyrirlestrinum næsta þriðjudag 12 okt, og mun taka fyrir restina af efninu á fyrirlestrinum þriðjudaginn 19. október kl. 20:00 á Ásvöllum. Efni fyrirlestursins þá verður "Næring íþróttamanna fyrir keppni" og svo "Íþróttir og áfengi". Endilega hvetjið sem flesta frá ykkur til að mæta.
Kv. Kristján Ómar
October 03, 2010
æfingarmót á akranesi
Knattspyrnufélagið ÍA mun standa fyrir hraðmótum nú í haust í Akraneshöll.
7.fl.kvenna. Laugardaginn 20.nóvember hefst kl:12:00 Athugið að það kostar 1000- krónur á keppanda.
Í lok móts er í boði Svali og Pizza.
er áhugi hjá eitthverjum að taka þátt í þessu móti. Endilega látið mig vita sem fyrst svo hægt sé að skrá lið ef þáttaka verður nógkv. steini
næringarfræðifyrirlestrar
Næstu þrjá þriðjudaga verða næringarfræðifyrirlestrar Afreksskóla Hauka haldnir á Ásvöllum kl. 20:00. Fyrirlestrarnir eru ca. 40 mínútur og verða opnir öllum haukafélögum sem hafa áhuga á því að fræðast um næringu íþróttafólks. Fyrsti fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 5. október.
Framsetningin á efninu er þannig að þetta hentar vel krökkum/unglingum á aldrinum ca. 8-15 ára. En auðvitað eru allir velkomnir
Kv. Kristján Ómar
September 30, 2010
Íbúagáttin
Minni á að þann 1. október opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.
Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.
Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.
Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.
September 25, 2010
September 19, 2010
Uppskeruhátíð á sunnudaginn 26.september!
Jæja nú kveðjum við fótboltaárið 2009-2010 með stæl. Takið frá sunnudaginn 26.september kl.12.00, iðkendur koma með á kaffihlaðborð og fara með það inn í veislusalinn fyrir athöfnina sem fram fer í íþróttasalnum. Ef einhver á skemmtilegar myndir frá tímabilinu endilega setja sig í samband við mig og ég kem þeim áleiðis. Allar stelpur sem æfðu á tímabilinu eiga að mæta og fá verðlaun fyrir ásamt myndatöku og kökuveislu. Aldrei að vita nema einhver skemmtiatriði líti dagsins ljós.
Allir að mæta, systkini og foreldrar líka.
Hildur. hildurlofts@gmail.com
Subscribe to:
Posts (Atom)