November 22, 2006

Æfingaleikurinn við Grindavík gekk vel!

Frábær mæting þrátt fyrir mikla ófærð. Ég átti ekkert endilega von á Grindavíkurliðinu en jú þær mættu allar á jeppunum sínum. Þær voru ótrúlega ferskar eins og Haukastelpurnar og bæði liðin skoruðu eitthvað af mörkum og allar fóru vonandi sáttar heim. Þjálfari Grindavíkur nefndi það við mig að við myndum keppa næst við þær í Grindavík (á tveimur völlum í einu) og það verður bara tilkynnt þegar að því kemur.

Ég var ánægð með stelpurnar, þær sýndu þessu mikinn áhuga án þess að spá í það hver væri að vinna, þær vildu ólmar skora mörk eða vera í marki. Ég sá samt sem áður að þær voru frekar hikandi miða við á æfingu. Allt samkvæmt bókinni, fyrsti æfingaleikurinn hjá þeim flestum.

Ég gleymdi myndavélinni í öllu snjó stressinu en endilega sendið mér hildur@hvaleyrarskoli.is myndir ef þið eigið frá æfingaleiknum.

No comments: