Það sem rætt var á foreldrafundinum voru eftirtalin atriði:
Markmið vetrarins. Mín markmið eru að auka boltafærnina, auka skilninginn á knattspyrnunni, halda þeim stelpum sem koma á æfingar, stækka hópinn, auka hreyfigetu þeirra, hafa fjölbreyttar æfingar, láta öllum líða vel og allar eiga alltaf að fara ánægðar og sáttar heim af æfingu. Og loks æfa meira en keppt er, því jú það er æfingin sem skapar meistarann.
Æfingagjöldin. Hafnarfjarðarbær greiðir niður 2000.- á mánuði fyrir hvern iðkanda og svo greiða foreldrar 10.000.- fyrir árið. Systkinaafslátturinn virkar þannig að foreldrar fá 50% afslátt fyrir annað barn en ekki ef bærinn niðurgreiðir fyrir iðkandann.
Æfingatímar/vetur og sumar. Æfingarnar eru sem hér segir í vetur fimmtudagar kl 16-17 á Ásvöllum (inni) og sunnudögum kl 11-12 Víðistaðahúsi (inni). Um miðjan eða í lok maí bætist svo við ein æfing og verður hún þá utanhúss, tilkynnt í maí. Í sumar verður svo æft 3 sinnum í viku, æfingatími auglýstur síðar.
Leikir og mót í fyrra. Þjálfari sagði frá þeim mótum sem farið var í fyrra, en þau voru Jólamót HK, Símamótið í Kópavogi, Hraðmót Fífunnar og Pæjumótið á Siglufirði. Einnig voru spilaðir nokkrir æfingaleikir.
Pæjumótið á Siglufirði. Mótið var kynnt fyrir nýjum foreldrum í stórum dráttum. Skemmtilegt mót þar sem stelpurnar nutu sín. Langflestir foreldrar komu með og voru sumir fararstjórar á meðan aðrir tjölduðu saman á tjaldstæði bæjarins. Mótsgjaldið var u.þ.b. 9000.- á iðkanda en svo keyptu stelpurnar sér merkta vind-og regngalla (sem kom sér afar vel) Glitnir styrkti hópinn með 25000.- krónum og gekk það upp í mótsgjaldið og gallann og borgaði því hver stúlka um 10.000.- fyrir alla helgina og galla. Sumar voru búnar að selja klósettpappír og safna þar með fyrir ferðina J en það var val hvers og eins að taka þátt í því eða ekki, en þá fór gróðinn beint inná persónulegan reikning hvers og eins sem aðeins var þó hægt að nota á vegum Hauka. Allar stelpur fá reikning hjá Landsbankanum þegar líða tekur á sumarið.
Vetraráætlun, ég tilkynnti foreldrum það helsta sem gert verður í vetur, þ.e.a.s. grímubúningaæfingu, jólabingó, video og nammistund, pizzaveisla, æfingaleikir, foreldrafótbolti, náttfatapartý, bangsadagur, tarzanleikur og þess háttar, stefnt er að því að hafa eitthvað skemmtilegt einu sinni í mánuði til að þjappa hópinn enn betur saman.
Íþróttabúnaður og Haukagallinn. Mælt er með því að stelpurnar eigi rauðar stuttbuxur (Hummel buxurnar fást í Fjölsport í Firðinum), hlífar og rauða sokka. Búningurinn (langermabolur) er skaffaður fyrir hvern leik og er í eign Knattspyrnudeildar Hauka.
Foreldrastjórn. Það var mjög ánægjulegt að sjá hve vel það gekk að fá fólk í foreldrastjórn enda bara skemmtilegt hlutverk. En þeir sem voru valdir að lokum eftir spennandi kosningu J var faðir Anítu, móðir Ásthildar, móðir Auðar og móðir Gígju. Set nöfn þeirra á áberandi stað á heimsíðunni okkar. En rætt var um að foreldrastjórn ætti líka að úthluta verkefnum á aðra foreldra með þeirra samþykki.
Ég held að þetta hafi verið það helsta.
November 24, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment