December 08, 2006

Desember og janúar.

Kæru foreldrar! Miðvikudagurinn 7.desember 2006

Næsta sunnudag verður æfing kl 11 í Víðistaðaskóla, ég kemst því miður ekki en Óli sem þjálfar 8.flokk tekur æfinguna ásamt Nonna aðstoðarþjálfara.

Síðasta æfing fyrir jól er fimmtudaginn 14.desember. Þá mega stelpurnar mæta í jólasveinabúning (eða bara jólasveinahúfu) og mæta með smákökur og eitthvað til að drekka (djús, svala, kókómjólk eða þess háttar).

Jólaskemmtun Knattspyrnudeildar Hauka verður svo fimmtudaginn 21.desember kl 16-18 í Veislusal Ásvalla. Ókeypis aðgangur, en kaffi og veitingasala verður á staðnum og farið verður í Jólabingó(spjöld seld á staðnum), dansað í kringum jólatré og margt fleira. Jólasveinar mæta á staðinn ásamt Tobba Trúði og ýmislegt annað skemmtilegt verður í gangi. Nánari upplýsingar verður að finna á hér á heimasíðunni.

Jólamót SPK (Umsjónarfélög: HK og Breiðablik) verður haldið laugardaginn 30.desember 2006 í Smáranum. Ekki er komin nákvæm tímasetning á mótið enda ekki vitað hve mörg lið taka þátt. Ég vil biðja alla foreldra um að senda mér tölvupóst hildur@hvaleyrarskoli.is eða sms 693-2989 um hvort ykkar stelpa ætli að taka þátt eða ekki. Verðið er 5500.- á lið en ég ætla að reyna að fá Knattspyrnudeild Hauka til að borga það fyrir okkur. En ef það tekst ekki þá er það u.þ.b. 600-800 á hvern þátttakenda.

Eins og talað var um á foreldrafundinum er mánaðar jólafrí eða frá 15.desember – 15.janúar og verður því fyrsta æfing á nýju ári 18.janúar.

Bið að heilsa ykkur í bili,

ykkar Hildur.


No comments: