April 26, 2007

Æfingin sunnudaginn 29.apríl!

Næstkomandi sunnudag mæta allar saman kl 11.00 í Víðistaðaskóla. Ég verð ekki með ykkur á æfingunni því ég verð í Vestmannaeyjum með stráknum mínum en hann er að keppa þar í handbolta. Óli og Nonni verða á æfingunni. Í næstu viku byrjum við svo að æfa úti. Æfingin verður á miðvikudögum kl 16.00 eða 16.30, nánar um það síðar. Margir foreldrar hafa spurt mig útí skóbúnað fyrir næsta sumar, best er að kaupa takkaskó, því stelpurnar eiga eftir að keppa mest á grasi. Eins nýtast takkaskórnir bæði á gervigrasinu og á grasinu.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ, er vitað hvenær gallarnir verða afhentir?

kv. Anna (Gugga)