April 02, 2007

Stelpurnar dressaðar upp fyrir sumarið!

Nú fer að líða að sumri og stutt þar til við færum okkur út úr íþróttahúsunum yfir á fagurgrænan fótboltavöll Hauka. Þá þurfa eflaust ýmsir að huga að utanhússklæðnaði. Haukarnir hafa í samstarfi við Fjölsport sett saman ,,fatapakka" fyrir yngri iðkendur á frábæru verði. Pakkinn inniheldur rauða og svarta langerma peysu sem er rend upp frá brjósti, svartar gervigrasbuxur og rauða fótboltasokka (allt frá Hummel). Pakkinn selst á 6000.- en hægt er að máta niðri í Fjölsport og koma svo pöntuninni áleiðis til Óskar sem er í foreldrastjórn 7.flokks kvenna. Hún hefur tölvupóstfangið oskhjukka (hjá) internet.is

Öllum flokkum Hauka hefur staðið þetta til boða og hafa viðtökurnar verið góðar í hinum flokkunum. Því er ljóst að skemmtilegur heildarbragur mun verða á öllum iðkendum deildarinnar í sumar. Þessi galli mun því nýtast vel á næsta ári þegar einhverjar fara upp í 6.flokk.

Pöntunin verður að berast fyrir 15. apríl annars verður viðkomandi að greiða fullt verð fyrir vörurnar í Fjölsport. Ef fjáröflunin okkar gengur vel þá mun sú upphæð sem safnast umfram mótakostnað gilda sem innágreiðsla fyrir gallann. Hvort sem gallinn er keyptur á tilboðsverði eða fullu verði.


No comments: