June 22, 2007

Rétta leiðin að leikstaðnum!

Jæja gott fólk, þeir sem ekki vita hvar Tungubakkar eru fylgja þessum leiðbeiningum.

Keyrum í gegnum Mosfellsbæinn í átt að Kjalarnesi, framhjá Leirvogstungu þar sem hellingur af vinnuvélum eru, því næst er beygt til vinstri þar sem merkt er Tungubakkar, þar á horninu verða líka nokkrir Landsbankafánar. Mætum tímalega og gott er að koma með brúsa með sér og þeir sem eru í a-liðinu verða að hafa með sér nesti.

Verum klædd eftir veðri, en auðvitað mun sólin skína á okkur á laugardaginn og þetta verður svakalega skemmtilegur dagur eins og alltaf :-) hlakka til að hitta ykkur öll, áfram Haukar :-)

A-liðið mætir kl.12.00 B-liðið mætir kl. 12.45 og C-liðið mætir kl. 14.00

1 comment:

Anonymous said...

Frábært gengi á Landsbankamótinu í dag, til hamingju stelpur. Áfram Haukar:)

Kv Rósa, Garðar og Katla