Þar sem við erum komin með 30 stúlkur þá verðum við með 4 lið, sem er alveg frábært. Þeir foreldrar sem gista í skólastofunum eru Ósk, Eir, Lizy, Linda og svo Herbert og ég. Það gætu orðið fleiri foreldrar sem gista í skólastofunum en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.
Atli pabbi hennar Nadíu ætlar að vera svo góður að redda okkur nammipokum og þurfum við því ekki að leggja út fyrir því.
Ósk og Halldóra sjá um nestið.
Garðar sér um stóra tjaldið, Karl og Pétur ætla að athuga með skátatjöld og Karl ætlar að sjá til þess að taka frá tjaldsvæði fyrir okkur og fara með Hauka fánann alla leið norður og koma honum fyrir á tjaldstæðinu þannig að allir geta fundið "rétta" staðinn. Þeir sem finna ekki tjaldsvæðið geta hringt í Karl í síma 6951001 og hann segir ykkur hvert þið eigið að fara, en hann mun velja á milli tveggja tjaldsvæða en annað þeirra er í miðbænum en hitt er við Ellingsen búðina og Lögreglustöðina við höfnina.
Hægt er að kíkja á útileikhús kl. 19.00 á föstudaginn hliðin á Alþýðuhúsinu (gult hús, þar sem börnin koma til með að borða).
Guðbjörg og ég ætlum svo að skipuleggja litla kvöldvöku sem mun fara fram á föstudagskvöldinu rétt fyrir háttinn.
Gerða sér áfram um greiðslurnar (leggja skal inn á reikning hennar í síðasta lagi á miðvikudaginn þeirri upphæð sem mun birtast hér á þessari síðu á þriðjudagskvöldinu/miðvikudaginn).
Svo ætla bara allir foreldrar að hjálpast að ................ hef ekki neina trú á öðru, frábær hópur foreldra :-) allir jákvæðir og standa sig vel í að fylgjast með upplýsingunum berast á heimasíðuna.
Ef einhver hefur góð heimatök eða er tilbúinn að sníkja nesti þá er það alveg vel þegið. Láta mig bara vita og ég kem því áleiðis til nestisnefndarinnar :-)
Foreldrar muna að taka með sér myndavél, teppi og stóla til að hafa í stóra tjaldinu eða sem áhorfendastæði.
MIKILVÆGT!
Foreldrar koma og hjálpa sinni stelpu að klæða sig á morgnanna og finna til það dót sem hafa skal með sér uppá keppnisstað. Liðstjórar/fararstjórar fylgja stúlkunum í morgunmat og kvöldmat og einnig í rútuna en á keppnisstaðnum taka svo foreldrarnir aftur við og sjá til þess að sín stelpa mæti á réttum tíma á réttum stað. Allir foreldrar munu fá leikjaplanið í hendur og geta því fylgst vel með framgöngu mála :-) Á laugardagskvöldinu eru það foreldrarnir sem sjá um sína stelpu en þá er kvöldvaka sem haldin er niðrí miðbænum.
August 01, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment