Jæja nú var ég að koma af fundi með Haukafólkinu og nú á að hafa það þannig að það verða tvær sameiginlegar æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18 á Ásvöllum (inni) og svo er þriðja æfingin (bara fótbolti) úti á gervigrasvellinum á laugardögum (ekki komin tími á þessa æfingu). Þess má geta að ég verð í forsvari fyrir flokkinn í vetur en æfingin á laugardögum sér Ómar Karl um, en hann hefur starfað á Leikskólanum Álfasteini í nokkur ár ásamt því að spila með meistaraflokki karla Haukum. Í þessari viku er þó aðeins fimmtudagsæfingin en þar verður kynnt nýtt fyrirkomulag sem þið hafið fengið hér kynningu á. Sem sagt í þessari viku sem er að byrja á morgun mán. 10.sept. bara fimmtudagsæfingin og svo í næstu viku þri-fim-laug.
Ég er voða ánægð að vera komin aftur og gott að hafa öfluga foreldra á bak við sig. Ég vona að allir séu sáttir við þetta nýja fyrirkomulag og nú fjölgum við á æfingum og mætum svo með fullt af stórefnilegum stelpum á næstu mót.
Haukakveðja, Hildur.
September 09, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hæ hæ.
Velkomin aftur. Frábært að heyra að þú skulir verða áfram með stelpurnar. Mér finnst nú samt ekki gott að hafa þessa einu fótboltaæfingu á laugardegi og finnst þetta enn ósanngjarnt í garð fótboltans. Er virkilega ekki hægt að veita þeim klukkustund á gervigrasinu á virkum degi?
Kveðja
Helga mamma Rakelar Óskar
Sæl Hildur,
Góðar fréttir og velkomin aftur. Fyrir okkur er það mikilvægast að æfingarnar séu á Haukasvæðinu og það hefur náðst í gegn - sem er frábært. Útiæfingar munu vonandi ganga vel, skvísurnar hafa bara gott af því að hlaupa um úti líka. Svo er auðvitað frábært að fá þig aftur.
Kv.
Yrsa Rós, Þórir og Margrét Yrsa
Hæ hæ Hildur
Frábært að þú skuldir vera áfram og gott að það séu fleiri æfingar.
Kveðja Særún mamma Þórdísar Elvu:)
Post a Comment