Sameiginlegu æfingarnar ganga bara alveg mjög vel og virðast allir fá heilmikið út úr æfingunum enda mjög vel skipulagðar og hver fermetri á Ásvöllum nýttur til hins ýtrasta. Flestar ef ekki allar þær stelpur sem æfðu fótbolta í sumar hjá mér hafa mætt og lofar þetta því góðu. Nú er hins vegar bara að skella sér á laugardagsæfinguna líka og taka virkilega á því með strákunum og ekkert að gefa eftir. Æfingin er kl. 12-13 Ásvellir-úti (ekki 11-12 eins og stendur í nýjasta bréfinu okkar).
Einhvern tímann í október hittumst við svo á foreldrafundi og ræðum veturinn og það starf sem fer fram hjá okkur, mót, félagsstörf, æfingar og annað.
September 19, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment