November 07, 2008

Fótboltaveislan heppnaðist vel!

Um 40 einstaklingar mættu í foreldrafótboltann og heppnaðist stundin mjög vel. Nokkur falleg mörk voru skoruð og fengu nokkrir foreldrar "verðlaun" í formi klapps fyrir hin ýmsu tilþrif, flottustu ullarsokkarnir (pabbi Sæunnar), lang-flottasta skallamarkið (Ragga mamma Ágústu), besta alvöru rennslið (Rúna mamma Kristínar og Særúnar) og svo var Helma mamma Guðríðar sem rann alveg á rassinn en það gleymdist víst að klappa fyrir henni. Farið var í nokkra upphitunarleiki sem foreldrarnir tóku þátt í. Skemmtileg stund en næsta fótboltaveisla verður náttfataæfing.

No comments: