November 28, 2008

Furðufata- og vinkonuæfing!

Nú höldum við næstu "boltaveislu" en stelpurnar völdu að hafa furðufata- og vinkonuæfingu, æfingin verður laugardaginn 29.nóvember, en þá mega stelpurnar koma með vinkonur sínar á æfingu og mæta í hvers kyns furðufötum. Ekki er leyfilegt að koma með síma eða ipod en allskyns mjúkdýr eru velkomin á æfinguna. Æfingin er eins og alltaf í Hraunvallaskóla kl.11.00. Æfingin verður óhefðbundin og förum við í leiki svo sem limbó, Ásadansinn og marga aðra skemmtilega leiki.

Sjáumst hress og kát, Hildur, Ragga og Kolbrún Jenný.

No comments: