December 07, 2008

Jólaæfing og jólafrí!

Miðvikudaginn 17.desember er síðasta fótboltaæfingin fyrir jól, af því tilefni verður svokölluð jólaæfing, þá förum við í skemmtilegan ræningjaleik, jólabingó og fáum okkur piparkökur og djús. Gaman væri ef allar stelpurnar mundu mæta með jólahúfu. Fjölgreinaæfingin verður á sínum stað kl. 17.00-18.00 á fimmtudeginum 18.des, en svo eru allir komnir í jólafrí. Fyrsta æfingin á nýju ári er svo miðvikudaginn 7.janúar.

Gleðileg Jól. Hildur og co.

No comments: