July 27, 2009

Vogarnir, dagskráin og skráning!

Þær sem hafa þegar skráð sig í Vogana eru eftirtaldar: Ágústa Ýr, Silja Jenný, Oddný Sara, Clara, Bríet Eva, Bríet Ósk, Unnur, Þórey, Ásthildur Rós, Saeunn, Arna, Dagbjort, Anita 'Osk, Jana Run, Hrafnhildur María, Snædís Helma, Rakel Sara Johanna Birna, Salka, Edda og Rebekka Rut. Samtals 21 stelpa.



Mikilvægt að skrá sig sem fyrst hér á síðuna við þessa frét :-) annars fer ég að senda ykkur sms skilaboð þeirra sem ekki hafa skráð sig, vonandi mæta sem flestar, þá verður glatt á hjalla.



Dagskráin!
kl.12.45 Mæting á Ásvöllum, greiða 2800.- og fylla í bíla, fá sem flesta foreldra með til að keyra.

kl.13.00 Brottför frá Ásvöllum.
kl.13.00-14.00 Koma sér fyrir og frjáls tími.
kl.14.00-15.15 Íþróttasalur - ýmsir leikir.
kl.15.15-16.00 Sund.
kl.16.30 Drekkutími.
kl.17.00 Horft á Trixin í takkaskóm (valin atriði).
kl.17.20 Töflufundur, farið yfir helstu hugtök knattspyrnunnar og spurningum svarað, umræður.
kl.17.40 Leiktími/frjálst/út að leika.
kl.18.00 Vító, halda á lofti og prófa trixin úr myndbandinu. Myndataka í salnum í Haukabúningnum.
kl.19.00 Pizzuveisla.
kl.19.30 Kvöldvaka, ýmis skemmtiatriði frá stelpunum og einnig frá þjálfurum.
kl.20.30 Farið á kvöldskemmtun hliðin á Íþróttahúsinu.
kl.22.00 Rölt heim að Íþróttahúsinu syngjandi glaðar :-)
kl.22.15 Kvöldnart.
kl.22.30 Videómynd eða háttur.



Sunnudagurinn 9.ágúst
kl.9.00 Morgunmatur
kl.10.00 Fótboltaæfing.
kl.11.30 Hádegismatur.
kl.12.00 Taka saman dótið sitt.
kl.13.00 Foreldrar koma og sækja.




Það sem þarf að taka með sér er: náttföt, sundföt, handklæði, vindsæng eða dýnu, lak, sæng eða svefnpoka, kodda, fótboltafötin sín, inniskó, strigaskó, smá dót (spil, bók eða þess háttar), 2800-krónur.


Val hvers og eins:
En svo má einnig koma með bangsann sinn, nammi fyrir í mesta lagi 250.- krónur og skemmtiatriði. Endilega að fá þær til að vera með atriði, syngja, dansa, leikrit, brandara, leik eða eitthvað en hafa það undirbúið eða æft og koma með þá hluti sem þarf í atriðið.

Ef einhverjar spurningar vakna þá verð ég að biðja ykkur að hafa samband við mig í gegnum netið hildur@hvaleyrarskoli.is því ég verð erlendis viku fyrir ferðina.


Foreldrar eru velkomnir með!! Ósk mamma Ásthildar kemur, þá þurfum við kannski eitt foreldri í viðbót. Þurfum aðstoð við matinn og fleira :-) En endilega látið vita hér á síðunni ef foreldri ætlar að koma með.



Hildur og Ragga.

19 comments:

Björg said...

Hæ hæ

endilega skráðu Rakel Söru í þessa ferð.

kv
Björg

Anonymous said...

Ég get komið með í Vogaferðina ef það vantar fleiri foreldra:)

Kveðja Inga mamma Unnar

Anonymous said...

Aníta Ósk ætlar að fara í vogana kv klara

Anonymous said...

Það er Fjölskyldudagur í vogunum þennan dag svakafjör það flugeldasýning um kvöldið og skemmtiatriði allan daginn kv Klara mamma Anítu

Unnur said...

Arna Ýr ætlar að mæta hress og kát.

Unnur said...

Arna Ýr ætlar að mæta hress og kát.

Steinunn said...

Sæunn Björns kemur í Vogana !!

Anonymous said...

Dagbjört ætlar að mæta í Vogaferðina...

kv. Fanney

Anonymous said...

Jóhanna Birna ætlar að mæta í Vogaferðina og pabbi hennar kemur líka.

Begga said...

Hæ Edda kemur

Svana og Jana Rún said...

Hæ Haukastelpur!
Jönu Rún langar að koma með ykkur í Vogana ef það er í lagi. Verð í sambandi við ykkur þegar nær líður :)
Kveðja Svana og Jana Rún

Anonymous said...

Sölku Maríu langar alveg óskaplega að koma .... en hún er búin að vera með flensu alla vikuna og óvíst hvort hún nái að vera orðin nógu hress ;)

Sigríður Ólafsdóttir said...

Ólafía Björt ætlar að koma með
kveðja Sigga(mamma Ólafíu)

Anonymous said...

Clara kemur ;)
kveðja Berglind

Unnur said...

Örnu Ýr hefur snúist hugur, fékk spennandi afmælisboð og ætlar að mæta næst hress og kát.
Kv.Unnur

Anonymous said...

Thelma María mætir

Anonymous said...

Arndís mætir

Anonymous said...

Thelma María kemur

Anonymous said...

Sandra Dís mætir, kveðja, Hildur.