August 23, 2009

Afmælismótið gekk vel og frí á æfingum í þessari viku!

Stelpur þið stóðuð ykkur alveg frábærlega á Afmælismótinu. Fullt af sigrum og hellingur af mörkum. Skemmtilegt að spila á móti henni Jönu Rún okkar í liði Snæfellsnesja.

Ekki er alveg komið í ljós með æfingar í vetur og því hef ég ákveðið að gefa frí þessa fyrstu viku á meðan skólarnir eru að byrja. Við erum búnar að vera svo duglegar að taka þátt á hinum ýmsu mótum í sumar auk þess að skreppa í Vogana. Ef æfingatímarnir verða ekki komnir fyrir vikuna þar á eftir þá smellum við inn æfingum í þeirri viku og jafnvel einhverju skemmtilegu, einhverju félagslegu.

Svo er um að gera að horfa á kvennalandsleikina með mömmu og pabba. Við spilum á móti Frakklandi á mánudagskvöldið. :)

Annars fara stelpur fæddar 2001 upp í 6.flokkinn að ég held 15.september. Meira um það síðar.

Takk kærlega fyrir helgina,

ykkar, Hildur.

No comments: