November 07, 2009

Frábært sundlaugarpartý!

Það voru 39 stelpur sem mættu í sundlaugarpartýið okkar í gærkvöldi. Stelpurnar voru til fyrirmyndar í alla staði og skemmtu sér konunglega. Myndirnar koma örugglega inn í dag eða á morgun. Ég er með gullhring sem einhver bað mig um geyma fyrir sig, eins eru ein appelsínugul sundgleraugu í óskilum. Næst á dagskrá hjá okkur er æfingaleikur, líklegast við Val, nánar auglýst síðar.

Sundkveðja, Hildur.

4 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir frábært partý þetta var æði.

Takk fyrir mig Kv. Bryndís Eva

Ps. Hlakka til að sjá ykkur aftur

Anonymous said...

Elín Björg var himinlifandi með partýið. Þúsund þakkir Hildur og takk fyrir að taka sundfötin og koma þeim til mín (-:.

Hildur said...

Takk fyrir góðar kveðjur, en ég auglýsi aftur eftir eiganda gull hringsins. Hildur. vs:565-0200

Unnur Jóna (mamma bryndísar unu) said...

Er eitthvað komið í ljós með æfingaleikinn??? Væri náttla frábært ef hann væri á miðvikudagsæfingu ;)