February 06, 2010

Áætlun sumarsins!

Þetta eru þau mót og atburðir sem áætlað er að taka þátt í næstkomandi sumar, þetta var ákveðið af þjálfara og foreldrastjórn flokksins.

KFC mótið 1. eða 2. maí Víkingsvöllur í Rvík. Kostnaður u.þ.b. 1500.-
Faxaflóamótið 1/2 dagur tímasetning óákveðinn og kostnaður enginn.
Þróttaramótið 29. eða 30.maí Laugardalurinn. Kostnaður u.þ.b. 1500.-
Símamótið u.þ.b. 15-18.júlí (óstaðfest) Kópavogur. Kostnaður u.þ.b. 5500.-
Vogarnir, skemmti- og æfingaferð 8.-9.ágúst (gist eina nótt í Vogunum). Kostnaður u.þ.b. 2500.-
Atlantismót Aftureldingar 21. eða 22. ágúst (með fyrirvara um betri skipulagningu en í fyrra). Kostnaður u.þ.b. 1500.-

Svo er eitt mót á Króknum 25.-27.júní, en ef það eru einhverjir til í það þá er alveg hægt að safna í lið, áhugasamir hafa samband við mig (hildur@hvaleyrarskoli.is). Tvær áhugasamnar komnar.

Með góðri kveðju, Hildur.


6 comments:

Anonymous said...

á ekki að fara á pæjumótið?erum með á krókinn (sólborg birta)

Hildur said...

Nei fór fyrir 2 árum á pæjumótið og þá vorum við með 4 lið, samtals 31 stúlka. Við spiluðum mest á móti sjálfum okkur og er þetta því of lítið mót fyrir okkur, kær kveðja, Hildur.

Anonymous said...

Íris Birta verður með á krókinn og fleiru :)

Anonymous said...

Við María viljum endilega fara á Kókinn! ;D
Kv Jórunn

Anonymous said...

Við erum líka til í að fara á Krókinn
KV Enika(Indiana)

Anonymous said...

Jóhanna Rakel er til í að fara á Krókinn, enda einn fallegasti staður á landinu, Skagafjörðurinn.