July 18, 2010

Takk öll sömul fyrir frábæra Símamótshelgi!

Stelpur til hamingju með frábæran árangur um helgina, allir voru að bæta sig og margar að stíga sín fyrstu skref á stórmóti sem þessu. Þið stóðuð ykkur rosalega vel og þið gáfust aldrei upp. Eru greinilega með mikið fótboltaþol :-) Algjörlega til fyrirmyndar alla helgina.

Ég vil sérstaklega þakka öllum þremur liðsstjórunum fyrir aðstoðina, án þeirra hefði helgin ekki heppnast svona vel. Hlynur, Bjarni og Steinberg þið stóðu ykkur með eindæmum vel í alla staði.

Eins þakka ég fyrir hönd stelpnanna fyrir hvatninguna og stuðningin á leikjunum sem og á milli þeirra. Frábært að hafa öskrandi jákvæða foreldra á hliðarlínunni. Áfram Haukar.

Ef einhver á góðar hópmyndir af stelpunum endilega senda mér á þetta netfang hildurlofts@gmail.com en ég ætlaði að skrifa smá grein og setja á aðal heimasíðu Hauka.

Knús á ykkur öll,

Hildur.

7 comments:

Anonymous said...

Takk sömuleiðis!
Þetta var frábær helgi í alla staði :D
Kv María & Jórunn

Anonymous said...

takk fyrir allveg frábæra helgi
kv steini,binna og sólborg birta

Anonymous said...

Þökkum kærlega fyrir frábæra helgi. Gaman að sjá hvað stelpurnar stóðu sig vel.
kv Fanney, Bjarni, Dagbjört og systurnar

Anonymous said...

Takk sömuleiðis, Rakel Sara er alsæl eftir mótið, frábær helgi.
kv. Sissi, Björg og Rakel Sara

Anonymous said...

Takk fyrir frábæra helgi! Eru Haukastelpur á leið á Siglufjörð ?http://ks.fjallabyggd.is/paejumot/
Kveðja Berglind, Siggi, Clara og co

Hildur þjálfari said...

Nei 7.flokkur kvenna fer ekki á Siglufjörð þetta árið, ekki nema foreldrar vilji sjá um þetta, það er alveg í lagi mín vegna. :-) Treysti ykkur fullkomlega, enda stóðuð liðstjórarnir alveg frábærlega. Kv.Hildur.

Unnur said...

Frábært mót !!!