February 06, 2007

Febrúar 2007

4.febrúar. Sunnudagur. Æfing kl 12-13 fyrir þær sem eru ekki í a-liðinu. Æfingaleikur hjá a-liðinu við Stjörnuna í Garðabæ. Mæting kl 15.45.

Þann 5.febrúar s.l. hittist foreldrastjórn ásamt þjálfara. Þar var rætt og ákveðið á hvaða mót skuli fara á í sumar og fleiri mál voru tekin fyrir. Ákveðið var að fara á Hraðmót Fífu í maí (engin dagsetning komin), Pæjumótið á Siglufirði helgina 10.-12. ágúst 2007 og eitt eða tvö stutt mót í viðbót sem verður auglýst síðar. Ákveðið var að gera eitthvað skemmtilegt saman og var dagsetningin 10. febrúar valin (sjá hér að ofan). Einnig var rætt um að gaman væri ef stelpurnar myndu fá eins utanyfirgalla og stefnt er á að panta með strákunum galla á góðu verði. Auglýst síðar.

10.febrúar. Laugardagur. Ásvellir kl 14-16 fjölskyldustund (sjá hér að ofan).

11.febrúar. Sunnudagur. Æfingaleikur við HK í Víðistaðaskóla mæting kl 10.45 og hefjast leikirnir kl 11.00. Leikið verður í A og B liðum og kannski C (fer eftir mætingu hjá liðunum) og leikjunum lýkur kl 13. eða jafnvel fyrr. Gott að koma með nesti, allavegana eitthvað til að drekka.

15. febrúar. Fimmtudagur. Venjuleg æfing að Ásvöllum kl 16-17.

18.febrúar. Sunnudagur. Venjuleg æfing. Kl 12-13. HM mót (3-4 lið).

22.febrúar. Fimmtudagur. Ásvellir kl 16-17. Hildur verður í veikindaleyfi. Ólafur Oddsson og Jón Hjörtur munu leysa mig af.

25. febrúar. Sunnudagur. Víðistaðaskóli kl 12-13. Hildur verður í veikindaleyfi. Ólafur Oddsson og Jón Hjörtur munu leysa mig af.

No comments: